Starfsgreinasambandið boðar til formannafundar

Boðað hefur verið til formannafundar hjá Starfsgreinasambandi Ísland þann 18. janúar næstkomandi kl. 13:00. Á fundinum verður farið yfir forsendur kjarasamninga og afstöðu aðildarfélaga sambandsins til uppsagnar á kjarasamningum. Ljóst þykir að efnahagslegar forsendur kjarasamninga standast, en vanefndir stjórnvalda gera það mögulegt að segja upp samningum. Síðar sama dag munu formenn þeirra 13 aðildarfélaga sem afhentu Starfsgreinasambandinu kjarassamningsumboð í síðustu samningum móta afstöðu SGS hvort sambandið vilji segja upp samningum eður ei.
  1. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  2. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  3. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára
  4. 10/10/2025 11:14:08 AM 10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið