Þing ASÍ-UNG

Annað þing ASÍ-UNG fer fram föstudaginn næstkomandi, 14. september, í sal Rafiðnarskólans að Stórhöfða 27. Þingið munu sitja fulltrúar frá rúmlega 30 stéttarfélögum. Aðalumræðuefni þingsins verður húsnæðismál ungs fólks, en yfirskirft þingsins er: Húsnæði - mannréttindi ekki forréttindi. Ný vefsíða ASÍ-UNG mun líta dagsins ljós á meðan þinginu stendur en hún mun hafa það meginhlutverk að upplýsa ungt fólk um réttindi þess á vinnumarkaði.
  1. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára
  2. 10/10/2025 11:14:08 AM 10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið
  3. 10/9/2025 11:02:52 AM Skrifstofan lokuð vegna þings SGS
  4. 10/8/2025 4:49:25 PM 10. þing SGS sett - ræða formanns