Umfjöllun um kaup og kjör ungmenna á Rás 1

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, var gestur í þættinum Sjónmáli á Rás 1 í morgun. Í þættinum voru kaup og kjör ungmenna, sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum, til umræðu. Oft er unga fólkið illa að sér um réttindi sín og skyldur og Drífa fór yfir nokkur af þeim atriðum sem hafa ber í huga þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Starfsgreinasambandið hefur að undanförnu vakið sérstaka athygli á þessum málum, sbr. frétt sem birtist á vef SGS s.l. föstudag.

Hægt er að hlusta á innslagið á Rás 1 með því að smella hér. 

  1. 12/3/2025 2:23:43 PM Starfsemi erlendra vörsluaðila
  2. 12/3/2025 11:44:05 AM Nýr stofnanasamningur undirritaður við Land og Skóg
  3. 11/28/2025 1:22:08 PM Heimsókn til Vestmannaeyja
  4. 11/27/2025 4:51:44 PM Blikur á lofti í atvinnumálum á landsbyggðinni