Kjarasamningur SGS og ríkisins 2023-2024

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 15. júní. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hófst 16. júní kl. 15:00 og lauk 21. júní kl. 09:00.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu

 • Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2023.

 • Samningsaðilar skuldbinda sig til að fara yfir stofnanasamninga stéttarfélaga SGS á heilbrigðisstofnunum með það að marki að greina hvort til staðar sé launamunur á sömu starfsheitum/störfum í stofnanasamningum við stéttarfélög. Ef launamunur finnst milli sömu starfa verður munurinn leiðréttur frá 1. apríl 2023 þannig að tryggt sé að verið sé að greiða sömu laun fyrir sömu störf.

 • Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2023 verður 103.000 kr. m.v. fullt starf.

 • Orlofsuppbót á árinu 2023 verður 56.000 kr. m.v. fullt starf.

Eftirtalin 18 félög eiga aðild að samningnum:

 • AFL Starfsgreinafélag
 • Aldan stéttarfélag
 • Báran stéttarfélag
 • Drífandi stéttarfélag
 • Eining-Iðja
 • Framsýn stéttarfélag
 • Stéttarfélagið Samstaða
 • Stéttarfélag Vesturlands
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
 • Verkalýðsfélag Akraness
 • Verkalýðsfélag Grindavíkur
 • Verkalýðsfélag Snæfellinga
 • Verkalýðsfélag Suðurlands
 • Verkalýðsfélag Vestfirðinga
 • Verkalýðsfélag Þórshafnar
 • Verkalýðsfélagið Hlíf
Var efnið hjálplegt?