Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna 2020-2023

17 Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga 16. janúar síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023. Vakin er athygli á því að við uppfærslu á samningum var settur inn óyfirfarinn heildarkjarasamningur í upphafi. Það var leiðrétt í kjölfarið og er sá samningur sem hér er á síðunni réttur og sá sem atkvæðagreiðslan nær til.

Mánaðarlaun hækka sem hér segir á samningstímanum
1. janúar 2020: Hækka laun um kr. 17.000 kr.
1. apríl 2020: Hækka laun um kr. 24.000 kr.
1. janúar 2021: Hækka laun um kr. 24.000 kr.
1. janúar 2022: Hækka laun um kr. 25.000 kr.
1. janúar 2023: Hækkun í samræmi við hækkun á almennum vinnumarkaði sem samið verður um þá.

Eingreiðslur
Uppgjörsgreiðsla fyrir tímabilið 1. ágúst til 31. desember 2019 kr. 70.000, sem greiðist þann 1. febrúar 2020.

Persónuuppbót
Persónuppbót er greidd út 1. maí og 1. desember ár hvert.
1. desember 2019 kr. 115.850
1. maí 2020 kr. 50.450
1. desember 2020 kr. 118.750
1. maí 2021 kr. 51.700
1. desember 2021 kr. 121.700
1. maí 2022 kr. 53.000
1. desember 2022 kr. 124.750
1. maí 2023 kr. 54.350

Félagsmannasjóður
Stofnaður er sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr.

Vinnutími
Vinnutími styttist um 13. mínútur á dag eða 65 mínútur á viku, frá 1. janúar 2021.

Launað námsleyfi
Nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.

Undirbúningstími
Þegar starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og öðrum sambærilegum stofnunum eru falin verkefni sem að jafnaði eru á verksviði faglærðra starfsmanna og krefjast undirbúnings skulu þeir starfsmenn fá allt að tvær klukkustundir á viku til að sinna honum.

Orlof
Lágmarksorlof skal vera 30 dagar (240 vinnuskyldustundir).

Hagvaxtarauki
Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmdar launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á íbúa.

Verg landsframleiðsla
á hvern íbúa, hækkun
milli ára

Launaauki á
mánaðarlaunataxta
kjarasamninga

Launaauki á föst
mánaðarlaun fyrir
dagvinnu

1,0 til 1,50%

3.000 kr.

2.250 kr.

1,52 til 2,00%

5.500 kr.

4.125 kr.

2,01 til 2,50%

8.000 kr.

6.000 kr.

2,51 til 3,00%

10.500 kr.

7.875 kr.

> 3,0%

13.000 kr.

9.750 kr.


Forsendur kjarasamninganna
Komi til þess að samkomulag um náist á almennum vinnumarkaði um breytingu á núgildandi kjarasamningum vegna forsendu ákvæða þeirra skulu samninganefnd SGS vegna þessa kjarasamnings og SNS taka upp viðræður um hvort og þá með hvaða hætti slík breyting taki gildi gagnvart samningi aðila. Náist ekki samkomulag um viðbrögð þá skal saminganefnd þess aðila sem ekki vill að samningurinn haldi gildi sínu tilkynna það gagnaðila og er þá heimilt að segja samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót.

Verði núgildandi kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sagt upp á grundvelli forsenduákvæðis þeirra á gildistíma samnings þessa er bæði samninganefnd SGS vegna þessa kjarasamnings og SNS heimilt að segja samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót.

Vaktavinna
Vinnutími vaktavinnumanna styttist með sama hætti um vinnutími dagvinnumanna um 13 mínútur á dag frá 1. janúar 2021.

Aðilar eru sammála um að taka áfram fullan þátt í starfshópi aðila opinbera vinnumarkaðarins er fjallar um fyrirkomulag vaktavinnu og starfskjör vaktavinnufólks. Nái starfshópurinn niðurstöðu um frekari breytingar munu samningsaðilar taka upp viðræður um með hvaða hætti þær verða innleiddar.

Starfsgreinasambandið gaf út kynningarbækling um samninginn sem var sendur í pósti til allra félagsmanna á kjörskrá.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hófst mánudaginn 3. febrúar kl. 12:00 og lauk sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00.