Kjarasamningur við sveitarfélögin 2023-2024

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 12. september. Samningurinn gildir frá 1. október 2023 til 31. mars 2024.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn stóð yfir frá 14. til 26. september.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu

  • Samningurinn er framlenging á síðasta kjarasamningi sem gildir til 30. september. Nýundirritaður samningur gildir frá 1. október 2023 til 31. mars 2024.

  • Viðræðum um önnur atriði en launalið er frestað, en hækkanir til SGS-félaga eru þegar komnar inn í launatöflu frá 1. janúar 2023.

  • Ný launatafla með starfaröðun upp í launaflokk 200 mun taka gildi frá 1. október.

  • Hagvaxtarauki hefur verið reiknaður inn í nýja launatöflu.

  • Persónuuppbót 1. desember 2023 verður 131.000 kr. miðað við 100% starfshlutfall á samningstímanum (var 124.750 kr. árið 2022).

  • Samkomulag um viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu sem taka gildi frá 1. október 2023. Sem dæmi þá nemur hækkun hjá starfsmanni/leiðbeinanda í leikskóla 39.270 kr., en til að eiga rétt á þessari greiðslu þarf viðkomandi að vera í föstu starfshlutfalli í dagvinnu og matast með börnum.

  • Sérstakar launauppbætur koma á lægstu laun, þ.e. launaflokka frá 117-130, sem er í samræmi við aðra samninga sem gerðir hafa verið við Samband íslenskra sveitarfélaga að undanförnu. Hæsta greiðslan er á launaflokk 117 eða 19.500 kr. en lægsta greiðslan á launaflokk 130 eða 2.600 kr. Þessar sérstöku greiðslur gilda afturvirkt frá 1. apríl.

  • Vaktaálag breytist þannig að á þeim tímum sem er greitt 90% álag verður greitt 120% álag og á þeim tímum sem er greitt 120% álag verður greitt 165% álag.

  • Ýmsar breytingar eru gerðar á umhverfi vaktavinnufólks og má í því samhengi nefna að nú verður vaktahvatanum ætlað að tryggja jafnari vaktahvata til handa þeim hópi sem er með mestan fjölda og fjölbreytileika vakta á hverju launatímabili.