Ungt fólk á vinnumarkaði

SGS og ASÍ hafa á undanförnum árum beitt sér í auknum mæli fyrir því að auka fræðslu og þekkingu á meðal ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Tilgangurinn með aukinni fræðslu þessa tiltekna hóps er að vekja unga einstaklinga til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði, en því miður er raunin oft sú að unga fólkið er illa að sér um réttindi sín og skyldur.

Hér að neðan má nálgast fræðsluefni sem SGS og ASÍ hafa gefið út á undanförnum árum til handa ungu fólki. Athugið að sumar upplýsingarnar gætu hafa tekið breytingum og eiga því ekki við í dag.

Fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum

Fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum - einblöðungur

Í maí 2016 stóð SGS fyrir kynningarherferð undir yfirskriftinni “Fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum” í þeim tilgangi að vekja unga einstaklinga á vinnumarkaði til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði.

Einn réttur - ekkert svindl!

Á vormánuðum 2016 lét ASÍ gera alls 11 myndbönd í tengslum við verkefnið Einn réttur – ekkert svindl!, en myndböndin eru sérstalega ætluð ungu fólki á vinnumarkaði. Í þessum stuttu og hnitmiðuðu myndböndum fara þjóðþekktar persónur yfir ýmis atriði varðandi kjaramál sem nauðsynlegt er að hafa huga þegar út á vinnumarkaðinn er komið.

Myndböndin má nálgast á YouTube-rás verkefnisins.

Fræðslumyndbönd um kjara- og réttindamál

Vorið 2015 gaf ASÍ út sex fræðslumyndbönd um ýmis kjara- og réttindamál. Í myndböndunum er t.a.m. fjallað um orlofsmál, ráðningarsamninga, vinnutíma og jafnaðarkaup. Myndböndin eru stutt og hnitmiðuð og er boðskapnum komið á framfæri á eins skýran hátt og unnt er. Myndböndin eru aðallega ætluð ungu fólki en þó ætti fólk á öllum aldri að geta haft gagn af þeim. Myndböndin eru m.a. notuð í fræðslu ASÍ og stéttarfélaganna í grunn- og framhaldsskólum landsins þar sem þau hafa fengið afar góð viðbrögð.

Þú finnur myndböndin á YouTube-rás verkefnisins.

Var efnið hjálplegt?