Starfsfólk SGS

Starfsheiti Framkvæmdastjóri
Netfang bjorg@sgs.is
Sími 562 6410
GSM 899 2331


Björg stýrir skrifstofu SGS og ber ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins. Hún framkvæmir ákvarðanir þinga, formannafunda og framkvæmdastjórnar, fer með almenna prókúru og annast fjármál í samráði við formann og framkvæmdastjórn. Hún annast samskipti við fjölmiðla, erlend systursamtök og aðildarfélög sambandsins og ber jafnframt ábyrgð á undirbúningi kjaraviðræðna og útgáfu kjarasamninga og kauptaxta.

Björg er með meistaragráðu í upplýsingafræði, kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi og viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu. Áður starfaði Björg meðal annars hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands, Verkalýðsfélagi Akraness og VIRK Starfsendurhæfingarsjóði. Þá hefur hún gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Starfsheiti Sérfræðingur
Netfang arni@sgs.is
Sími 562 6410
GSM 865 1635


Árni hefur starfað hjá SGS frá árinu 2012 og sinnir ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélög SGS á sviði kjara-, vinnumarkaðs-, og starfsmenntamála. Einnig hefur Árni umsjón með verkefnum tengdum ákvæðisvinnu- og kaupaukakerfum, sér um vefsíðu SGS, sinnir útgáfu- og kynningarmálum o.fl.

Árni er með meistarapróf í vinnumarkaðsfræði frá Háskólanum í Torino á Ítalíu auk þess að vera með B.S.-gráðu í ferðamála- og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði Árni hjá Vinnumálastofnun, fyrst sem ráðgjafi hjá EURES – Evrópskri vinnumiðlun og síðar sem sérfræðingur á stjórnsýslu- og afgreiðslusviði stofnunarinnar.

Starfsheiti Formaður
Netfang vilhjalmur@vlfa.is
Sími 430 9902
GSM 865 1294

 

Vilhjálmur Birgisson var kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins í mars 2022. Vilhjálmur hefur verið formaður Verkalýðsfélags Akraness frá árinu 2003 og hefur gegnt fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir félagið, sem og fyrir SGS og ASÍ.

Vilhjálmur er í hlutastarfi hjá SGS sem formaður sambandsins.

Var efnið hjálplegt?