Starfsmenn SGS

Starfsheiti Framkvæmdastjóri
Netfang flosi@sgs.is
Sími 562 6410
GSM 897 8888


Flosi stýrir skrifstofu SGS og ber ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins. Hann framkvæmir ákvarðanir þinga, formannafunda og framkvæmdastjórnar, fer með almenna prókúru og annast fjármál í samráði við formann og framkvæmdastjórn. Hann annast samskipti við fjölmiðla, erlend systursamtök og aðildarfélög sambandsins og ber jafnframt ábyrgð á undirbúningi kjaraviðræðna og útgáfu kjarasamninga og kauptaxta.

Flosi er með sveinspróf í húsasmíði og B.S.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður starfaði Flosi meðal annars í byggingarvinnu, hjá KPMG og hjá Íslandsstofu. Hann hefur gegnt margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.

Starfsheiti Sérfræðingur
Netfang arni@sgs.is
Sími 562 6410
GSM 865 1635


Árni hefur starfað hjá SGS frá árinu 2012 og sinnir ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélög SGS á sviði kjara-, vinnumarkaðs-, og starfsmenntamála. Einnig hefur Árni umsjón með verkefnum tengdum ákvæðisvinnu- og kaupaukakerfum, sér um vefsíðu SGS, sinnir útgáfu- og kynningarmálum o.fl.

Árni er með meistarapróf í vinnumarkaðsfræði frá Háskólanum í Torino á Ítalíu auk þess að vera með B.S.-gráðu í ferðamála- og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði Árni hjá Vinnumálastofnun, fyrst sem ráðgjafi hjá EURES – Evrópskri vinnumiðlun og síðar sem sérfræðingur á stjórnsýslu- og afgreiðslusviði stofnunarinnar.

Starfsheiti Formaður
Netfang bjorn@ein.is
Sími 460 3600
GSM 894 0729


Björn Snæbjörnsson var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á framhaldsþingi í maí 2012. Þar á undan hafði hann gegnt varaformennsku frá stofnun SGS (fyrir utan tveggja ára tímabil) auk þess að hafa sinnt hlutverki formanns frá mars 2011, þegar þáverandi formaður sambandsins hætti. Björn hefur verið formaður Einingar-Iðju í um 25 ár og hefur gegnt fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir félagið, sem og fyrir SGS og ASÍ. Hann hefur t.a.m. setið í miðstjórn ASÍ síðan 1992, átt sæti í stjórnum tveggja lífeyrissjóða auk þess að eiga sæti í fjölda annarra nefnda og ráða.

Björn er í hlutastarfi hjá SGS sem formaður sambandsins.

Var efnið hjálplegt?