Samningur við Landsvirkjun samþykktur

Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar sem undirritaður var 24. september síðastliðinn var samþykktur með 96% greiddra atkvæða. Samningurinn var lagður fyrir í póstatkvæðagreiðslu og lauk henni 16. október 2015. 23 starfsmenn voru á kjörskrá og kusu 17 af þeim, sem sagt 74% kjörsókn. Já sögðu 16 og nei sagði einn. Samningurinn telst því samþykktur og gildir hann afturvirkt frá 1. mars 2015 til 31. desember 2018. Samninginn í heild sinni má nálgast hér PDF.
  1. 12/3/2025 2:23:43 PM Starfsemi erlendra vörsluaðila
  2. 12/3/2025 11:44:05 AM Nýr stofnanasamningur undirritaður við Land og Skóg
  3. 11/28/2025 1:22:08 PM Heimsókn til Vestmannaeyja
  4. 11/27/2025 4:51:44 PM Blikur á lofti í atvinnumálum á landsbyggðinni