30. apríl 2025
Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
Á morgun 1. maí verður baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um allt land og boða aðildarfélög SGS og önnur stéttarfélög til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á þessum mikilvæga baráttudegi. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að fjölmenna!
8. apríl 2025
Kjarasamningsbundnar launahækkanir í apríl
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á að ganga vel úr skugga um hvort kjarasamningsbundnar launahækkanir skili sér þegar laun fyrir aprílmánuð verða greidd út um næstu mánaðarmót. Annars vegar er um að ræða kauptaxtahækkanir á almennum vinnumarkaði hins vegar hækkanir hjá þeim sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.