24. maí 2024
Nýr kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands
Í gær undirritaði Starfsgreinasamband Íslands fyrir hönd aðildarfélaga sinna nýjan kjarasamning við Bændasamtök Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Samningurinn nær almennt ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu, þar gildir ferðaþjónustusamningur SGS og SA.
24. maí 2024
Nýr kjarasamningur við NPA-miðstöðina
Starfsgreinasamband Íslands og Efling stéttarfélag hafa gengið frá kjarasamningi til næstu fjögurra ára við NPA-miðstöðina. Samningurinn tekur til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks og gildir afturvirkt frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. Samningurinn tekur mið af aðalkjarasamningi SGS við Samtök atvinnulífsins og hefur sömu samningsforsendur og hann.
30. apríl 2024
Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
Fyrsti maí verður haldinn hátíðlegur á morgun, 1. maí, og boða aðildarfélög SGS og önnur stéttarfélög til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á þessum mikilvæga baráttudegi. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags.
29. apríl 2024
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
16. apríl 2024
Nýjar reiknivélar
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýjar reiknivélar sem félagsmenn og aðrir geta nýtt að vild. Reiknivélarnar eru settar upp í hugbúnaðarlausninni GRID sem hjálpar til við að birta töluleg gögn með aðgengilegum og skilvirkum hætti.