Hafa samband

Jólakveðja SGS

Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík  jól og von um farsæla kjarabaráttu og samstöðu á nýju ári.

Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en hægt er að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).


SGS hafði sigur í Félagsdómi í máli gegn Vísi hf.

Félagsdómur hefur kveðið upp dóm í máli Alþýðusambandsins, f.h. SGS vegna Framsýnar stéttarfélags gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Vísis hf.

Tildrög málsins eru þau að Vísir hf., sem hefur rekið fiskvinnslur á fjórum stöðum á landinu, Grindavík, Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri tók í mars sl. ákvörðun um að flytja alla fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur. Fyrirtækið greindi frá þessu opinberlega með fréttatilkynningu og til Framsýnar stéttarfélags. Starfsmönnum Vísis á Húsavík bauðst að flytjast með vinnslunni til Grindavíkur en voru hvattir til þess að skrá sig á atvinnuleysisskrá meðan á flutningunum stæði.


Formannafundur SGS haldinn í dag

Í dag, föstudaginn 12. desember, heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram í Reykjavík. Um er að ræða fjórða formannafund SGS í ár, en til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS, alls 19 talsins. Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna málefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, starfsmatskerfið og niðurstöður launaúttektar. Þá mun Bergþóra Ingólfsdóttir fylgja eftir minnisblaði um skil á félagsgjöldum og afskipti stéttarfélaga af málum félagsmanna sinna auk þess sem fundargestir fá kynningu á bráðabirgðaniðurstöðum úr skýrslum um félagafjölda og þjónustukönnun. Áætlað er að fundurinn standi frá kl. 12:00 til 16:00.


SGS flytur í nýjar skrifstofur

Í lok nóvember flutti Starfsgreinasambandið sig um set í nýjar skrifstofur í nýrri viðbyggingu við Guðrúnartún 1, en framkvæmdir á viðbyggingunni hafa staðið yfir frá því sumarið 2013. Í nýja skrifstofurýminu eru fimm skrifstofur og þar af á Starfsgreinasambandið fjórar. Í nýja rýminu má auk þess finna nýjan og glæsilegan fundarsal sem mun eflaust nýtast vel í framtíðinni. Eins og áður sagði þá hafa starfsmenn SGS nú komið sér fyrir og því ekkert því til fyrirstöðu að taka á móti fólki í nýju húsakynnin.


Þing Sjómannasambands Íslands: Ræða framkvæmdastjóra SGS

29. þing Sjómannasambands Íslands fer fram dagana 4. og 5. desember 2014 á Grand Hótel Reykjavík. Meðal gesta á þinginu er Drífa Snædal, en hún flutti erindi á þinginu í dag. Erindið í heild seinni má lesa hér að neðan.


Miðstjórn ASÍ sendir ríkisstjórninni kaldar kveðjur

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir vonbrigðum með framkomnar tillögur stjórnarmeirihlutans við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2015. Lítið er komið til móts við þá miklu og hörðu gagnrýni sem miðstjórn Alþýðusambandsins og aðildarsamtök ASÍ settu fram í haust. Það eru því kaldar kveðjur sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi sendir launafólki í aðdraganda kjarasamninga.


Alþjóðlegt átak um aðbúnað hótelþerna

Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. Líkt og annars staðar í heiminum eru það fyrst og fremst konur með erlendan bakgrunn sem sinna þessum störfum. Hótelþrif er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið undir mikilli tímapressu. Þeir sem unnið hafa við hótelþrif vita að fæstir endast lengi í slíku starfi þar sem álagið er gríðarlega mikið og það er vel þekkt að starfsfólk þjáist oft af álagstengdum verkjum og stressi.


Ný Gallup könnun

Ennþá er mikill stuðningur við hækkun lægstu launa

Útdráttur:   Ríflega sjö af hverjum tíu telja að launamunur hafi aukist á síðast liðnum fimm árum.  Þá er yfirgnæfandi stuðningur við hækkun lægstu launa umfram almenna hækkun líkt og undanfarin ár

Hér eru helstu niðurstöður úr könnuninni

Könnunin í heild sinni er hér

 

 

Source: Hlíf


Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2014 verður haldinn fimmtudaginn 4. desember á Hótel Natura, kl. 13:15-16:30, en yfirskrift fundarins að þessu sinni er “Árangur og framtíð framhaldsfræðslu”. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL.


Af Evrópuvettvangi: Þing EFFAT í Vín 20.-21. nóvember 2014

Þingi EFFAT (Evrópsk samtök starfsfólks í matvælaiðnaði, landbúnaði og ferðaþjónustu) í Vínarborg er nýlokið en þingið er haldið á fjögurra ára fresti. Fulltrúi Starfsgreinasambandsins á þinginu var Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS. MATVÍS átti einnig fulltrúa á þinginu, Þorstein Gunnarsson og til gamans má geta að fyrrum framkvæmdastjóri SGS, Kristján Bragason, var fulltrúi á þinginu í gegnum samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum en Kristján er þar framkvæmdastjóri. Enn fremur er gaman að segja frá því að Kristján var kjörinn annar varaforseta ferðaþjónustudeildarinnar innan EFFAT, en samtökin skiptast í 14 deildir eftir bæði starfsgreinum, og svæðum innan Evrópu auk þess sem starfsrækt er kvennanefnd og ungliðanefnd.


Síða 1 Af 11123...Síðast