Afstaða sveitarfélaganna mikil vonbrigði

Mál Starfsgreinasambands Íslands gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga var tekið fyrir í Félagsdómi sl. mánudag. Er það í samræmi við samþykkt formannafundur SGS 8. ágúst síðastliðinn. Það var mat fundarins að með því að vísa deilum um jöfnun á lífeyrisréttindum til Félagsdóms væri hægt að halda áfram að ræða önnur atriði. Fyrirtaka í málinu fór fram síðastliðinn mánudag og fór lögfræðingur saminganefndar sveitarfélaganna fram á frestun. Frestur til að skila inn greinargerð um frávísun er til 3. september og málflutningur verður 4. september. Verði því hafnað að vísa málinu frá verður settur nýr frestur til að skila inn efnislegri greinargerð. Ljóst er að sveitarfélögin eru að reyna að fresta efnislegri umræðu um sjálfsagða jöfnun lífeyrisréttinda eins lengi og þau geta. Þessi harða afstaða sveitarfélaganna er mikil vonbrigði, ekki í samræmi við málflutning talsmanna samninganefndar sveitarfélaganna og er ekki jákvætt innlegg til lausnar deilunnar.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag