Ályktun frá fundi formanna SGS

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands, 8. maí 2020, skorar á ríkið, Samband Íslenskra sveitarfélaga og aðra atvinnurekendur að ganga þegar til saminga við þau félög sem ósamið er við. Það er með öllu óásættanlegt að launafólk sé samningslaust mánuðum saman og ólíðandi að ekki sé gengið að réttmætum kröfum né staðið við fyrri yfirlýsingar og fyrirheit.

Einnig er minnt á stuðningsyfirlýsingu Miðstjórnar ASÍ við verkfall Eflingar og áskorun Verkalýðsfélags Vestfirðinga um kjaradeilu lögreglumanna.

  1. 8/5/2020 2:01:57 PM Greiðasölusamningur SGS og SA kominn úr prentun
  2. 7/13/2020 12:05:49 PM Skrifstofa SGS lokuð 13.-31. júlí vegna sumarleyfa
  3. 6/11/2020 2:56:42 PM Kjarasamningar SGS komnir úr prentun
  4. 5/20/2020 10:35:54 PM Enn er byrjað á að reka ræstingarfólk