Andleg heilsa félagsfólks í aðildarfélögum SGS

Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Vörðu, Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, er félagsfólk aðildarfélaga SGS í meira mæli að bregðast við fjárskorti samanborið við félagsfólk annarra aðildarfélaga. Í könnuninni var meðal annars lögð sérstök áhersla á andlega heilsu launafólks.

Heilsufar var metið út frá hlutfalli af neikvæðum andlegum einkennum. Áberandi var að andleg heilsa mældist verri hjá félagsfólki aðildarfélaga SGS þar sem efnislegur skortur var öflugasti áhættuþáttur þunglyndiseinkenna meðal launafólks á Íslandi. Ljóst er að fjárskortur félagsfólks í aðildarfélögum SGS spilar stórt hlutverk þegar kemur að andlegri heilsu.

  1. 5/5/2022 2:28:51 PM Til hamingju með daginn launafólk!
  2. 5/2/2022 10:12:30 AM Andleg heilsa félagsfólks í aðildarfélögum SGS
  3. 4/29/2022 2:17:01 PM Framkvæmdastjórn SGS lýsir yfir þungum áhyggjum af vaxandi v…
  4. 4/29/2022 10:53:03 AM Fjárhagsstaða félagsfólks í aðildarfélögum SGS