Atvinnuþátttaka 84,3%

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, fyrir 2. ársfjórðung 2015, voru að jafnaði 196.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði sem jafngildir 84,3% atvinnuþátttöku. Frá öðrum ársfjórðungi 2014 hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 6.400 og atvinnuþátttakan aukist um 1,1 prósentustig eða úr 83,1%. Atvinnuþátttaka kvenna var 81% en karla 87,5%. Borið saman við sama ársfjórðung 2014 þá var hlutfall kvenna á vinnumarkaði 83,6% og hlutfall karla var 86,9%. Hér má nálgast vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir 2. ársfjórðung 2015, í heild sinni external link icon.
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn