Aufúsugestir í heimsókn

Fulltrúaráð NNN, Norsk Nærings- og Nytelsesmiddelarbeiderforbund, sem eru systrasamtök Starfsgreinasambandsins í Noregi heimsækja SGS n.k. fimmtudag, m.a. til að ræða stöðu og horfur í kjara- og atvinnumálum  á Íslandi, einkum ný tækifæri í matvælavinnslu. Þá verður aðildarumsókn Íslands að ESB einnig á dagskrá en það málefni vekur áhuga í Noregi. Það er starfsfólk í landbúnaðartengdum matvælaiðnaði og fiskvinnslu sem á aðild að NNN. NNN er samstarfsaðili SGS í Nordisk Union og evrópusamtökunum EFFAT. Hér eru aufúsugestir á ferð, sem láta sig málefni okkar varða enda hafa tengsl og vináttubönd verið með SGS og NNN um árabil. Formaður SGS, Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri SGS, Skúli Thoroddsen og sviðstjóri matvælasviðs SGS, Halldóra Sveinsdóttir taka á móti gestunum auk þess sem Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ræðir við hópinn. Norðmennirnir munu einnig heimsækja landsbyggðina og taka hús á Húsvíkingum í sinni för og koma við í Grindavík.
Þeir Hans Olav Nilson sem er formaður sænska matvælasambandsins, LIVS, Nordisk Union og alþjóðasamtakanna IUF ásamt Pauli Kristiansson framkvæmdastjóra Nordisk Union verða einnig á Íslandi í þessari viku  m.a. til að undirbúa þing Nordisk Union sem haldið verður á Íslandi næsta ár. Bæði hin norrænu og evrópsku heildarsamtök launafólks sem Starfsgreinasambandið er aðili að hafa heitið SGS og íslensku launafólki stuðningi vegna aðildaviðræðna Íslands við ESB og reyndar fagnað því sérstaklega að þær viðræður séu nú hafnar. Málefni aðildarviðræðna Íslands og samnorræn kjaramál verða einnig rædd við þá Hans Olav og Pauli.  
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag