Aukið eftirlit og eðlileg skattheimta af ferðaþjónustu

Starfsgreinasamband Íslands hefur fengið til umsagnar tillögu ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fyrirhugaðar hækkanir virðisaukaskatts á gistiþjónustu. Frumvarpið liggur nú fyrir Alþingi og er í umsagnarferli. Umsögn SGS er svohljóðandi:Fyrst ber að geta þess að Starfsgreinasambandið hefur ítrekað lýst áhyggjum sínum af stöðu ferðaþjónustunnar, þeirri svörtu atvinnustarfsemi sem viðgengst þar og kjarasamningsbrotum sem aðildarfélög SGS þurfa ítrekað að bregðast við á þessum árstíma. Ferðaþjónustan er mjög vaxandi atvinnugrein og er ljóst að það þarf átak til að koma henni í farveg sem er ásættanlegur. Starfsgreinasambandið telur eðlilegt að ferðaþjónustan greiði sömu skatta og skyldur til ríkissjóðs og aðrar greinar og leggur til heildarendurskoðun og samræmingu á þeim virðisaukaskattsákvæðum sem eiga við mismunandi hliðar ferðaþjónustunnar. Jafnhliða því er nauðsynlegt að efla eftirlit og aðhald með greininni þannig að samkeppni þrífist með eðlilegum hætti og sumir komist ekki upp með undanskot á kostnað annarra. Umsögnin á pdf-formi.
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn