Baráttukveðjur til Eflingar

Það eru grundvallarréttindi launafólks að geta bundist samtökum til að berjast fyrir sínum kjörum, sá réttur er alger og er ekki hægt að svipta fólk þeim rétti á vafasömum forsendum. Efling stéttarfélag hefur boðað til verkfalla félagsmanna sem starfa hjá Reykjavíkurborg en viðræður aðila hafa engum árangri skilað. Starfsgreinasamband Íslands styður réttmætar kröfur um að fólk geti lifað af sínum launum og minnir félagsmenn sína á að ganga ekki í störf félaga sinna sem í verkfalli og sendir Eflingu baráttukveðjur.

  1. 3/2/2023 11:39:00 AM SGS undirritar nýjan kjarasamning við LS og SSÚ
  2. 2/24/2023 4:02:06 PM Formannafundur SGS (3)
  3. 2/21/2023 11:59:15 AM SGS og Bændasamtökin undirrita nýjan kjarasamning
  4. 2/15/2023 5:05:27 PM Varða kannar stöðu launafólks