Efnismikið þing EFFAT – Kristján Bragason kosinn framkvæmdastjóri

Á þingi EFFAT (European Federation of Trade Unions in the Food, Agriculture and Tourism*), sem nú stendur yfir í Zagreb í Króatíu, er fjölþætt umræða um starfsumhverfi, kjarasamninga, réttindi starfsfólks og hlutverk verkalýðshreyfingar. Þingið hófst formlega í dag, 6. nóvember, en undanfarnir dagar hafa verið nýttir til sértækra funda, m.a. um réttindi LGBTI-fólks á vinnumarkaði og uppbyggingu verkalýðshreyfingar í suðaustur-Evrópu.

Á þinginu var kjörinn nýr framkvæmdastjóri EFFAT, en hann er kosinn í beinni kosningu af þingfulltrúum. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur í Starfsgreinasambandinu að Kristján Bragason, sem nú starfar sem framkvæmdastjóri Nordisk Union (NU-HRCT) og var framkvæmdastjóri SGS í um fimm ár, var kosinn einróma í þetta mikilvæga starf. Hér er trúlega um að ræða eitt æðsta embætti sem Íslendingur hefur verið kosinn til að gegna innan alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar. Kristján er fulltrúi SGS á þinginu og er sambandið afar stolt af því og því trausti sem félaga okkar er sýnt af okkar evrópsku félögum.

Fyrir þinginu liggja fjölmargar ályktanir og tillögur sem koma til umræðu og afgreiðslu á morgun, fimmtudag. Er þar lögð mikil áhersla á að bæta kjör og réttindi hótelstarfsfólks og rímar það vel við baráttu sem félög inna SGS þekkja vel af á Íslandi. Sú barátta er undir yfirskriftinni „People before profit“ eða,  „Fólk framar gróða“. Nánar verður sagt frá afgreiðslum á þingsins eftir því sem því líður á þingið, en opinber vefsíða þingsins er á slóðinni https://effat.org/5congress/

*Samtök launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði í Evrópu

Kristján Bragason, nýr framkvæmdastjóri EFFAT
Kristján Bragason, nýkjörinn framkvæmdastjóri EFFAT.

  1. 1/29/2020 9:49:06 AM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
  2. 1/28/2020 9:05:26 AM Samið við Landsvirkjun
  3. 1/27/2020 10:58:58 AM Fréttir af samningamálum
  4. 1/23/2020 5:20:31 PM SGS vísar kjaradeilu við ríkið til Ríkissáttasemjara