Fékkst þú launahækkun?

Starfsgreinasambandið vill minna launafólk á að ganga úr skugga um hvort kjarasamningsbundar launahækkanir hafi skilað sér, en þann 1. maí  síðastliðinn hækkuðu laun og launatengdir liðir á almennum vinnumarkaði um 4,5%. Hjá starfsfólki sveitarfélaganna tóku launahækkanir gildi frá 1. júní sl., en þá hækkuðu mánaðarlaun um 2,5% og 1,7% vegna jöfnunar á bilum milli launaflokka í launatöflu. Þá hækkuðu laun hjá starfsfólki ríkisins um 4,5% frá og með 1. júní 2017. Fólk er hvatt til að yfirfara launaseðla sína vandlega og bregðast við verði það vart við að umræddar launahækkanir hafi ekki skilað sér. -Kauptaxtar fyrir starfsfólk á almennum markaði (PDF) -Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk hjá ríkinu (PDF) -Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk hjá sveitarfélögum (PDF)
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn