Félagar á Norðurlöndum funda

Nordisk Union, samtök stéttarfélaga í hótel- og veitingageiranum á Norðurlöndum, halda þing sitt í Reykjavík daganna 17. til 19. janúar.

Á þinginu verður farið yfir stöðu okkar fólks í þessum geirum á Norðurlöndum og þau mál sem brenna á þeim. Það er mikilvægt að milli okkar sé sem best samvinna og við stöndum saman gegn hvers kyns undirboðum. Á þinginu á einnig að ræða loftslagsmálin og hvaða áhrif þau hafa eða ættu að hafa á ferðaþjónustu í heiminum og hvernig við þurfum að bregðast við því. Gera má ráð fyrir að þingið sæki 50 fulltrúar og gestir frá Norðurlöndunum og Evrópu.

  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn