Fjölgun starfa milli ára

Í nýju ársfjórðungsriti Hagstofunnar eru birtar vinnumarkaðstölur frá 2. ársfjórðungi 2013 og gerð grein fyrir töluverðri fjölgun starfa miðað við sama tímabil 2012. Fjölgunin nemur 2.800 störfum og á sama tíma fjölgar starfsmönnum í fullu starfi um 3.500. Það dregur því úr atvinnuleysi og heilsdagsstörfum fjölgar á meðan hlutastörfum fækkar um 200. Þetta verður til þess að heildarvinnutími hefur aukist á milli tímabila. Atvinnuleysi mælist nú 6,8% og hefur minnkað úr 7,2% miðað við sama ársfjórðung í fyrra.
Þegar atvinnuþátttaka karla annars vegar og kvenna hins vegar er skoðuð birtist ólík mynd. Konum í fullu starfi fækkar um 400 milli tímabila á meðan körlum í fullu starfi fjölgar um 3.800. Á öðrum ársfjórðungi 2013 voru karlar í hlutastörfum 11% þeirra sem eru í starfi en konur 34,8%. Vinnutími karla eykst töluvert, eða um 0,8 klst. á meðan vinnutími kvenna eykst um 0,3 klst. Rösklega dregur úr vinnutíma karla í hlutastarfi á meðan vinnutími kvenna í hlutastarfi stendur í stað. Körlum á atvinnuleysisskrá fjölgar milli ársfjórðunga um 500 en konum fækkar um 900. Atvinnuleysi karla er 7,4% og kvenna 6,2%. Enn veldur atvinnuleysi meðal ungs fólks áhyggjum en það mælist 16,2% í aldurshópnum 16-24 ára, þó nokkuð dragi úr því á milli ára. Þá kemur fram í að ungt fólk er líklegra til að vinna hlutastörf og heildarvinnutími þeirra er lægri en í öðrum aldurshópum. Rit Hagstofunnar um vinnumarkaðinn 2. ársfjórðungi 2013 má nálgast hér.
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn