Flóabandalagið samþykkti nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Flóbandalagið (Efling, Hlíf og VSFK) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var þann 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða 93% atkvæða. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi: Já sögðu 196 eða 93% þeirra sem atkvæði greiddu. Nei sögðu 14 eða 6,6%. Auðir seðlar og ógildir voru 1 eða 0,4%. Samkvæmt þessum úrslitum er samkomulagið samþykkt. Á kjörskrá voru alls 831  félagsmenn. Atkvæði greiddu 211 eða 24,5%. Nánari upplýsingar um samninginn má sjá hér. [caption id="attachment_35496" align="aligncenter" width="300"]talning_sambandid Kjörstjórn Flóabandalagsins að störfum[/caption]
  1. 9/1/2021 12:15:24 PM Þingi SGS frestað
  2. 6/10/2021 2:06:09 PM Skil­orðs­bundin lífs­hætta
  3. 5/21/2021 12:10:15 PM Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunna…
  4. 5/19/2021 10:16:15 AM Formenn funda í Mývatnssveit