Formannafundur SGS í Reykjanesbæ

Dagana 7. og 8. september funduðu formenn aðildarfélaga SGS á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Meðal dagskrárliða var kynning frá Verkefnastofu starfsmats, en starfsmatskerfi sveitarfélaganna hefur verið mikið til umræðu innan raða SGS undanfarið. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, kynnti niðurstöður sérvinnslu á stöðu félagsfólks aðildarfélaga SGS. Þá kom Ástráður Haraldsson, nýr ríkissáttasemjari, og ræddi sína sýn á embættið og þær hugmyndir og markmið sem hann hefur um starfið. Að vanda fengu umræður um kjaramál sinn sess á fundinum og ýmis brýn mál tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.

Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á Reykjavíkurborg og aðra aðila er að málinu koma að tryggja flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll til framtíðar. Völlurinn gegnir lykilhlutverki gagnvart íbúum á landsbyggðinni sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Öryggi fólks og trygg tenging landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis ætti að vera í forgrunni þegar teknar eru ákvarðanir er lúta að flugöryggismálum. Lesa má ályktun fundarins í heild sinni hér.

  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn