Þing EFFAT - Framtíðin á vinnumarkaði

Á öðrum degi þings EFFAT hafa farið fram miklar umræður um stöðuna á vinnumarkaði í Evrópu og hvernig hann er að þróast. Mikil áhersla er lögð á að berjast saman gegn áherslum nýfrjálshyggjunnar, vaxandi misskiptingu og hættulegum vinnuaðstæðum. Fyrirtæki þurfa að setja langtímahagsmuni í forgang en á þinginu er til umræðu ályktun um nauðsyn breytinga á arðsemiskröfum harðsvíraðra fjárfesta undir yfirskriftinni Fólk framar gróða (People before profit). Einnig hefur mikið verið rætt um þær breytingar sem sjálfvirkni og aðrar tæknibreytingar fela í sér og hvernig hægt sé að tryggja að hluti af þeim ágóða komi í vasa vinnandi fólks.

Þingið leggur mikla áherslu á að styrkja réttindi fólks til að gera formlega félagsbundna kjarasamninga til að hækka laun og bæta vinnuaðstæður, það er einnig mikilvægur liður í því að taka vel á móti innflytjendum og gera þeim kleift að aðlagast samfélaginu á hverjum stað. Afar sterk umræða er um hætturnar af þjóðernisrembingi og öfgahægrihópum hvers konar og nauðsyn þess að verkalýðshreyfingin standi sameinuð gegn slíkum öflum og skoðunum og verji lýðræði og frjálsa umræðu um alla Evrópu.

Á myndinni hér að ofan má sjá fulltrúa Íslands á þinginu: Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra SGS og Þorstein Gunnarsson frá MATVÍS.

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag