Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS - starfsfólk sveitarfélaga

Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.

Greiðslur á árinu 2022, vegna ársins 2021
Félagsmenn sem starfa núna eða störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2021 munu fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar 2022. Nýir starfsmenn og þeir sem vilja breyta upplýsingum um bankareikninga þurfa að gefa upp reikningsupplýsingar til að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist til þeirra. Hægt er að skrá reikningsupplýsingar á heimasíðu SGS.

Greiðslur vegna ársins 2020
Félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi  á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 áttu að fá greitt úr félagsmannasjóði SGS 1. febrúar 2021. Þeir félagsmenn sem fengu ekki greitt frá sjóðnum fyrir árið 2020 þurfa að gefa upp reikningsupplýsingar til að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist til þeirra. Viðkomandier bent á að skrá reikningsupplýsingar á heimasíðu SGS.

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag