Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja fræðslusjóða

Stjórnir þeirra fræðslusjóða sem félagsmenn innan aðildarfélaga SGS eiga aðild að, þ.e. Landsmennt, Sjómennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Starfsafl, samþykktu í desember sl. að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 100.000 kr. í 130.000 kr. Þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í 390.000 kr. Hækkunin tók gildi frá og með 1. janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst frá og með þeim tíma.

Meginhlutverk fræðslusjóðanna er að styrkja fræðslu og færni í atvinnulífinu á landinu öllu með það að markmiði að bæta árangur fyrirtækja og stofnana og auka ánægju og hæfni starfsfólks. Það helsta sem sjóðunum er ætlað að sinna eru ýmisskonar stuðningsverkefni og þróunar og hvatningaraðgerðir í starfsmenntun, styrkja rekstur námskeiða og nýjungar í námsefnisgerð og veita einstaklingum, stéttarfélögum og fyrirtækjum styrki vegna starfsmenntunar.

Lesa má nánar um sjóðina hér.

  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)