Herör gegn svartri atvinnustarfsemi

,,Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands telur óhæfu að nokkurt fyrirtæki stundi óskráða atvinnustarfsemi og hliðri sér þannig hjá greiðslu á lög- og kjarasamningsbundnum launatengdum gjöldum. Launagreiðslur slíkra fyrirtækja eru oftar en ekki undir lágmarkstöxtum kjarasamninga og því brot á grundvallarréttindum launafólks. Algengt er að ákvæðum um aðbúnað og hollustuhætti sé ekki framfylgt né reglum um hvíldar- og vinnutíma." segir í samþykkt framkvæmdastjórnar SGS frá í gær.
Aðildarfélög Starfsgreinasambandins hafa haft afskipti af slíkum fyrirtækjum, afskipti sem stundum hafa leitt til lögsóknar og dóma á viðkomandi fyrirtæki. Síðan segir í samþyktinni: ,,Á liðnu sumri hafði Starfsgreinasambandið m.a. afskipti af fyrirtæki sem starfar á vettvangi samtaka Ferðaþjónustu bænda, Ferðaþjónustunni að Völlum í Mýrdal, og mæltist til þess að fyrirtækið væri fjarlægt af vef samtakanna þar sem það var bert að óskráðri vinnu og broti á kjarasamningum og vildi ekki bæta úr ágöllum starfseminnar. Samtök ferðaþjónustubænda þ.e. Ferðaþjónusta bænda, kvaðst ekki geta orðið við erindinu en lýsti sig reiðubúna til að vinna með Starfsgreinasambandinu að því að uppræta óskráða vinnu meðal sinna félagsmanna. Það er að vissu leyti góð og gild afstaða að vilja vinna að málinu í orði, en treysta sér ekki til að taka á brotum skráðra félagsmanna sinna á borði. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins harmar þá afstöðu. Verkalýðsfélag Suðurlands hefur nú hlutast til um málsókn gegn Ferðaþjónustunni að Völlum fyrir brot á kjarasamningi og launakjörum viðkomandi starfsmanna." [hr toTop="false" /] Málþing Starfsgreinasambandið mun halda sérstakt málþing að Hótel Reynihlíð við Mývatn dagana 23. og 24. september n.k. um óskráða vinnu í ferðaþjónustu og hvernig taka beri á vandanum. Samtöka Ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónustu bænda, Ríkisskattstjóri og Vinnumálastofnunar auk fulltrúa verklýðshreyfingarinnar taka þátt í fundinum. Dagskrá málþingsins fer hér á eftir: Fimmtudagur 23. September 2010 Kl. 13.00 Málþingið sett af Kristjáni Gunnarssyni  formanni SGS Kl. 13:15 Samnorrænar áherslur NU-hrct , samtaka starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á Norðurlöndum. Skúli Thoroddsen framkv.st. SGS Kl. 13:30 Hefur RSK ekki áhuga á skattsvikum? Fulltrúi Eflingar ræðir reynslu félagsins og kennitöluflakk. Kl. 14:00 Vinnustaðaskírteini í ferðaþjónustunni. Hvernig skipuleggjum við eftirlitshlutverk stéttarfélaganna best?  Halldór Grönvold  aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Kl. 14:40 Eftirlitshlutverk skattayfirvalda og hvaða möguleikar eru á samstarfi við viðkomandi stéttarfélög til að koma í veg fyrir óskráða atvinnustarfsemi. Jóhann Ásgrímsson fulltrúi Ríkisskattstjóra, eftirlitsdeild Kl. 15:10 Kaffihlé. Kl. 15:30 Hvert er eftirlitshlutvek Vinnumálastofnunar?  Gissur Pétursson VMST Kl. 16:00 Hvernig geta samtök ferðaþjónustaðila beitt sér gegn óskráðri atvinnu.  Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu bænda  og Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, sem ræðir einnig stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Kl. 17:00 Umræður og samantekt. Viljayfirlýsing um samstarf. Kl. 19:30 Kvöldverður [hr toTop="false" /] Föstudagur 24. september Kl. 09:00 Ferðaþjónustan og fræðslumálin. María Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi SAF Kl.  09:30 Ferðaþjónustan á norð-austurlandi. Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri fjallar um reynslu sína úr Mývatnssveit og hvernig gera megi störfin verðmeiri. Kl. 10:10 Náttúran sem auðlind, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir hálendisfulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs fjallar um landvörslu og öryggi í ferðamennsku. Kl. 10:45 Viðbrögð Starfsgreinasambandsins, hópavinna Kl. 11:45 Umræður og samantekt,  Björn Snæbjörnsson varaformaður SGS. Kl. 12:00 Málþingslok og hádegisverður. Eftir hverja framsögu eru fyrirspurnir og stuttar umræður. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður VerkVest  og sviðstjóri þjónustusviðs SGS stýrir málþinginu.  
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)