Launahækkanir á árinu 2018

Starfsgreinasambandið vill hvetja launafólk til að fylgjast vel með hvort fyrirhugaðar launahækkanir skili sér rétt og örugglega í launaumslagið það sem eftir lifir ársins 2018, en þá hækka laun og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum sem hér segir: Starfsfólk á almennum vinnumarkaði: -Þann 1. maí hækka laun og launatengdir liðir um 3%. -Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf skal vera 300.000 frá 1. maí 2018. -Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf. -Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar í 11,5% 1. júlí 2018. -Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember, miðað við fullt starf. Starfsfólk sveitarfélaga: -Þann 1. júní hækka laun um 2%. -Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 4 mánaða starf skal vera 300.000 frá 1. júní 2018. -Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. maí, miðað við fullt starf. -Starfsmenn fá 113.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf. Starfsfólk ríkisins: -Þann 1. júní hækka laun um 3%. -Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 4 mánaða starf skal vera 300.000 frá 1. júní 2018. -Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf. -Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf. Starfsgreinasambandið hefur útbúið kynningarefni vegna fyrirhugaðra launahækkana, en þar er greint frá launahækkunum, hækkunum á orlofs- og desemberuppbótum og hækkunum á mótframlagi í lífeyrissjóði. Kynningarefnið er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku. -Launahækkanir á árinu 2018 (PDF) -Wage increases in 2018 (PDF) -Podwyżki wynagrodzenia w 2018 roku (PDF)
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn