Miðstjórn ASÍ ályktar - Ábyrgðin liggur hjá Samtökum atvinnulífsins

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands sendi rétt í þessu frá sér ályktun þar sem hún gagnrýnir harðlega þá afstöðu Samtaka atvinnulífsins að neita að ræða kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í þeirri erfiðu kjaradeilu sem nú er uppi. Í ályktuninni segir: "Afneitun af þessu tagi ber vott um takmörkuð veruleikatengsl og herðir aðeins hnútinn sem að þarf að leysa. Afstaða atvinnurekenda er ögrandi og skaðar það traust sem þarf að ríkja á milli aðila sem verða að ná samningum. Verkefnið fer ekkert, það verður bara erfiðara viðfangs. Miðstjórn ASÍ vísar því ábyrgð á stöðu mála í kjaradeilunum alfarið á hendur SA. Komi til víðtækra verkfalla á almennum vinnumarkaði síðar í mánuðinum er það á ábyrgð samtaka atvinnurekenda.".
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn