Mikil vonbrigði með úrskurð Hæstaréttar

Hæstiréttur felldi í gær dóm í kærumáli Starfsgreinasambandsins fyrir hönd Einingar-Iðju gegn Akureyrarbæ til að fá staðfest að sveitarfélögunum bæri að virða samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2009. Samninganefnd sveitarfélaganna neitaði að eiga viðræður um hvernig best væri að standa að útfærslunni og átti SGS ekki annan kost en að vísa málinu til Félagsdóms.

Samband Íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Akureyrarbæjar krafðist þess fyrir Félagsdómi að málinu yrði vísað frá, Félagsdómur féllst ekki á það í öllum málsliðum og kærði Sambandið þá niðurstöðu  til Hæstaréttar. Það er skemmst frá því að segja að Hæstiréttur samþykkti frávísunarkröfur Sambands íslenskra sveitarfélaga með úrskurði sínum í gær. Þetta eru mikil vonbrigði og flækir stöðuna enn frekar.

„Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1.5% sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti“, segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við heimasíðu SGS.

Dóm Hæstaréttar má sjá hér.

  1. 1/29/2020 9:49:06 AM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin
  2. 1/28/2020 9:05:26 AM Samið við Landsvirkjun
  3. 1/27/2020 10:58:58 AM Fréttir af samningamálum
  4. 1/23/2020 5:20:31 PM SGS vísar kjaradeilu við ríkið til Ríkissáttasemjara