Minning Elku Björnsdóttur heiðruð

Fimmtudaginn 7. september næstkomandi verður minning Elku Björnsdóttur verkakonu heiðruð með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu. Leiði Elku er með öllu ómerkt og því vel viðeigandi að heiðra minningu þessarar merku konu með þeim hætti að merkja leiði hennar og lyfta um leið minningu hennar og verkum á loft með þessum hætti. Sama dag verður haldið málþing þar sem sjónum verður beint að sögu Elku og verkakvenna í Reykjavík í upphafi síðustu aldar. Að málþinginu standa Starfsgreinasamband Íslands, Alþýðusamband Íslands, Efling stéttarfélag, Reykjavíkurborg og Borgarsögusafn/Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Elka Björnsdóttir verkakona fæddist 7. september 1881 að Reykjum í Lundarreykjadal. Árið 1906 fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó til æviloka 3. mars 1924. Elka byrjaði að skrifa dagbók árið 1915 og gerði það nánast samfellt til ársins 1923. Dagbækurnar voru gefnar út í heild sinni árið 2012 og höfðu fram að því verið notaðar við rannsóknir sagnfræðinga og fleiri á atburðum sem áttu sér stað á ritunartíma þeirra. Þær eru mikilvæg samtímaheimild um líf fólks í Reykjavík á fyrstu áratugum síðustu aldar ekki síst verkafólks og þeirra sem áttu undir högg að sækja í samfélaginu.
  1. 9/1/2021 12:15:24 PM Þingi SGS frestað
  2. 6/10/2021 2:06:09 PM Skil­orðs­bundin lífs­hætta
  3. 5/21/2021 12:10:15 PM Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunna…
  4. 5/19/2021 10:16:15 AM Formenn funda í Mývatnssveit