Námskeiðið "Ungir leiðtogar"

Ungir leiðtogar er námskeið sem ætlað er ungu fólki. Markmiðið er að fræða um verkalýðshreyfinguna og efla ungu fólk sem leiðtoga hvort sem er á vinnustaðnum eða á breiðari vettvangi. Námskeiðið er sniðið að ungum félögum í verkalýðshreyfingunni; trúnaðarmönnum, starfsmönnum stéttarfélaga og ungu fólki í trúnaðarráðum. Þrátt fyrir að ungt fólk (18-35 ára) sé stór hópur á vinnumarkaði er virkni þess lítil innan stéttarfélaga og aðkoma þess að stjórnum, þingum og ákvörðunartöku innan verkalýðshreyfingarinnar takmörkuð. Ungt launafólk glímir við ótal áskoranir á vinnumarkaði og mikilvægt er að rödd þess heyrist víða. Námskeiðið samanstendur af þrem námslotum sem miða að því að styrkja ungt fólk í verkalýðshreyfingunni og gera því kleift að koma röddum ungs fólks á framfæri, á vinnustaðnum, innan hreyfingarinnar og úti í samfélaginu. Með námskeiðinu gefst ungum félögum kostur á að öðlast fjölbreytta þekkingu á verkalýðshreyfingunni ásamt því að efla ræðumennsku, framkomu og sjálfsstyrk. Síðast en ekki síst er námskeiðinu ætlað að styrkja enn frekar tengsl og samvinnu ungs launafólks þvert á starfsgreinar og landshluta. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru hér.
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn