Samningstímabilið stytt og launahækkanir 1. febrúar tryggðar

Samninganefnd Alþýðusambands Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað samkomulag um að stytta samningstímabil núverandi kjarasamninga um tvo mánuði þannig að þeir renna út 30. nóvember. Með þessu móti koma umsamdar launahækkanir til framkvæmda 1. febrúar næstkomandi en vinnu við næstu kjarasamninga er fram á haustið. Þetta er í samræmi við niðurstöðu samninganefndar Starfsgreinasambandsins sem kom saman í síðustu viku. Í samkomulaginu felst einnig að vel verður fylgst með verðlagi og fyrirtækjum og opinberum aðilum veitt aðhald til að launahækkanir fari ekki út í verðlag og hækki vísitölur og þar með vertryggð lán.  Þá er gert ráð fyrri átaki í fræðslumálum með auknu framlagi atvinnurekenda í mennta- og fræðslusjóði. Samkomulagið má nálgast hér.
  1. 5/20/2020 10:35:54 PM Enn er byrjað á að reka ræstingarfólk
  2. 5/20/2020 2:46:25 PM Eldri kjarasamningar og kauptaxtar aðgengilegir á vef SGS
  3. 5/11/2020 9:27:44 AM Ályktun frá fundi formanna SGS
  4. 4/29/2020 3:10:00 PM Launahækkanir hjá ríki og sveitarfélögum