Samtök starfsfólks í matvælaiðnaði á Norðurlöndum þingar

Halldóra Sveindsdóttir og Drífa Snædal sóttu þing NU-LIVS (Norræn samtök starfsfólks í matvælaiðnaði) í Stokkhólmi dagana 17.-18. ágúst 2015. Auk hefðbundinna þingstarfa voru samþykktar nokkrar ályktanir og bar þar hæst ályktum um afleiðingar innflutningsbanns Rússa gagnvart Evrópuríkjum. Lýst var áhyggjum af afleiðingum innflutningsbannsins og sent ákall til stjórnmálamanna á Evrópuvettvangi um að bregðast við með beinum fjárframlögum til þeirra stétta sem bannið hefur verstar afleiðingar fyrir. Fulltrúar Íslands komu með breytingatillögu þannig að Íslands er getið í ályktuninni enda var ekki komið innflutningsbann á Ísland þegar hún var samin. Í ályktuninni er ekki tekin pólitísk afstaða um réttmæti viðskiptaþvingana á Rússa heldur verið að einblína á að milda afleiðingarnar. Ályktunin verður birt í heild sinni síðar. Aðrar ályktanir voru: Gegn núlltímasamningum sem nú ryðja sér til rúms, sérstaklega í Finnlandi. Þá eru gerðir ráðningasamningar án skilgreinds starfshlutfalls og fólk vinnur frá 0-40 tíma á viku án þess að vita það fyrirfram.  Ályktun um mikilvægi upprunamerkinga, neytendur eiga kröfu á að vita hvar matvælin sem þeir neyta eru framleidd og um hversu langan veg hráefnið og tilbúin vara hafa ferðast. Ályktun gegn félagslegum undirboðum. Ályktun um að draga úr vægi smásala en stórar verslunarkeðjur hafa sífellt meiri áhrif á verðlag og gæði frá framleiðendum. Nýr forseti var kjörinn með öllum atkvæðum, hann heitir Henri Lindholm og er frá samtökum launafólks í matvælaiðnaði í Finnlandi. Um leið voru fulltrúar í framkvæmdastjórn kjörnir úr sama félagi og skrifstofa NU-LIVS flyst til Finnlands en hún hefur verið starfrækt í Stokkhólmi síðustu átta árin. Hefð er fyrir því að breyta um hýsingarland á átta ára fresti. Henri Lindholm forseti Nu livs
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)