SGS boðar til samráðsfundar með félagsliðum

Starfsgreinasambandið boðar til samráðsfundar með félagsliðum þar sem farið verður yfir helstu baráttumál félagsliða, svo sem kröfuna um að starfsheiti þeirra sé viðurkennt innan heilbrigðisþjónustunnar. Til fundarins er boðað samkvæmt óskum félagsliða innan Starfsgreinasambandsins og víðar og er fundurinn opinn öllum félagsliðum. Reynt verður að mæta þörfum félagsliða um allt land með fjarfundarbúnaði á fundinum. Fundurinn er haldinn í Guðrúnartúni 1 á fyrstu hæð miðvikudaginn 16. maí klukkan 17-18:30. Vinsamlegast látið vita af mætingu til Drífu Snædal í netfang drifa@sgs.is.
  1. 9/1/2021 12:15:24 PM Þingi SGS frestað
  2. 6/10/2021 2:06:09 PM Skil­orðs­bundin lífs­hætta
  3. 5/21/2021 12:10:15 PM Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunna…
  4. 5/19/2021 10:16:15 AM Formenn funda í Mývatnssveit