SGS færir ASÍ gjöf í tilefni 100 ára afmælisins

Starfsgreinasamband Íslands ákvað að færa Alþýðusambandi Íslands gjöf í tilefni aldarafmælisins en gjöfin er hundrað þúsund króna framlag í minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar. Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands. Eðvarð Sigurðsson var formaður Dagsbrúnar frá 1961 til 1982 og fyrsti formaður Verkamannasambandsins 1964-1975, en Verkamannasambandið er stærsta sambandið sem sameinaðist undir merkjum Starfsgreinasambands Íslands árið 2000. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1983 og eru veittir úr honum styrkir til fræðslu og verkefna er varða íslenskt samfélag og málefni launafólks. Næst verður úthlutað úr sjóðnum 1. maí en umsóknir þurfa að berast fyrir 15. apríl. Nánar má lesa um Eðvarð Sigurðsson hér. Nánar má lesa um minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar hér.
  1. 9/1/2021 12:15:24 PM Þingi SGS frestað
  2. 6/10/2021 2:06:09 PM Skil­orðs­bundin lífs­hætta
  3. 5/21/2021 12:10:15 PM Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunna…
  4. 5/19/2021 10:16:15 AM Formenn funda í Mývatnssveit