Sigríður Jóhannesdóttir tekur við formennsku í Verkalýðsfélagi Þórshafnar

Sigríður Jóhannesdóttir tók við starfi formanns Verkalýðsfélags Þórshafnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi. Sigríður, sem hefur verið starfsmaður hjá félaginu undanfarin misseri, tekur við embættinu af Svölu Sævarsdóttur sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Svala verður hins vegar áfram í stjórn félagsins. Auk hennar verða í aðalstjórn Hulda I. Einarsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ari Sigfús Úlfarsson. Starfsgreinasambandið býður Sigríði velkomna í formannahóp sambandsins og hlakkar til samstarfsins á komandi árum og þakkar í leiðinni Svölu Sævarsdóttur fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum árin.   [caption id="attachment_216723" align="aligncenter" width="300"] Sigríður Jóhannesdóttir (til vinstri) ásamt Guðnýju Þorbergsdóttur.[/caption]
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn