Starfsfólk skyndibitastaða í USA berst fyrir rétti sínum að ganga í stéttarfélög

Þann 10. nóvember næstkomandi mun starfsfólk skyndibitastaða í Bandaríkjunum fara í verkfall í þeim tilgangi að krefjast 15$ lágmarkslauna á tímann og um leið þess sjálfsagða réttar að fá ganga í stéttarfélög. Baráttuherferðin fyrir 15$ lágmarkstímalaunum hafi gengið vel hingað til, sbr.  samþykktu borgaryfirvöld í bæði Los Angeles og New York nýlega að hækka lágmarkslaun í 15$ á tímann á næstu árum - þökk sé samstöðu og baráttu starfsfólskins og þeirra stéttarfélaga. En þrátt fyrir sögulega baráttusigra varðandi betri launakjör þá er starfsfólki skyndibitastaða ennþá meinaður réttur til að ganga í stéttarfélög sem og að gera kjarasamninga við skyndibitakeðjurnar. Þetta ætlar starfsfólkið svo sannarlega ekki að sætta sig við. Til stuðnings aðgerðum starfsfólksins er launafólk (sér í lagi starfsfólk skyndibitastaða) hvatt til að standa með starfsbræðrum sínum og systrum með því að senda stuðningsyfirlýsingar til stéttarfélagsins SEIU (nicholas.allen@seiu.org) og/eða IUF - alþjóðlegra samtaka launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði (massimo.frattini@iuf.org). Þá getur fólk einnig deilt ljósmyndum og myndböndum á samfélagsmiðlum með því að styðjast við myllumerkið #fastfoodglobal.
  1. 5/20/2020 10:35:54 PM Enn er byrjað á að reka ræstingarfólk
  2. 5/20/2020 2:46:25 PM Eldri kjarasamningar og kauptaxtar aðgengilegir á vef SGS
  3. 5/11/2020 9:27:44 AM Ályktun frá fundi formanna SGS
  4. 4/29/2020 3:10:00 PM Launahækkanir hjá ríki og sveitarfélögum