Þingi ASÍ lokið - framhaldsþing í vor

Þingi ASÍ sem haldið var rafrænt lauk á fjórða tímanum í dag. Þingið var með óvenjulegum hætti vegna aðstæðna í samfélaginu og þess vegna var einungis gengið til þeirra starfa sem ekki var hægt að fresta, t.a.m. kosningum og afgreiðslu reikninga. Megin málefnastarf mun fara fram í vor en þinginu verður fram haldið 10. og 11. maí 2021.

Eftirtaldir fulltrúar Starfsgreinasambandsins voru kosnir til trúnaðarstarfa á þinginu:

Annar varaforseti ASÍ
Sólveig Anna Jónsdóttir Efling stéttarfélag 

Aðalmenn í miðstjórn ASÍ
Björn Snæbjörnsson, Eining-Iðja 
Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga 
Halldóra Sveinsdóttir, Báran stéttarfélag 
Hjördís Þóra Sigþórsdóttir, AFL Starfsgreinafélag 
Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur 

Varamenn í miðstjórn ASÍ
Agniesza Ewa Ziolkowska, Efling stéttarfélag 
Daníel Örn Arnarsson, Efling stéttarfélag 
Guðbjörg Kristmundsdóttir, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélag Suðurlands 
Kolbeinn Gunnarsson, Verkalýðsfélagið Hlíf 
Þórarinn G. Sverrisson, Aldan stéttarfélag

  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn