Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar sem nálgast má gagnlegar upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda, atkvæðagreiðslu o.fl. Upplýsingar um samninginn á ensku og pólsku eru væntanlegar.

Félagsmenn sem starfa skv. umræddum samningi eru hvattir til að að kynna sé samninginn vel og nýta atkvæðisrétt sinn, en rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á hádegi miðvikudaginn 13. mars næstkomandi og stendur til kl. 09:00 að morgni 20. mars.

Fara á upplýsingasíðu SGS um nýjan kjarasamning.

  1. 5/24/2024 9:51:18 AM Nýr kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands
  2. 5/24/2024 9:46:25 AM Nýr kjarasamningur vegna NPA-aðstoðarfólks
  3. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  4. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024