Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar sem nálgast má gagnlegar upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda, atkvæðagreiðslu o.fl. Upplýsingar um samninginn á ensku og pólsku eru væntanlegar.

Félagsmenn sem starfa skv. umræddum samningi eru hvattir til að að kynna sé samninginn vel og nýta atkvæðisrétt sinn, en rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á hádegi miðvikudaginn 13. mars næstkomandi og stendur til kl. 09:00 að morgni 20. mars.

Fara á upplýsingasíðu SGS um nýjan kjarasamning.

  1. 1/8/2025 2:04:42 PM Hvatning til ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja - yfirlýsin…
  2. 12/25/2024 8:36:22 PM Launahækkun á almennum vinnumarkaði 1. janúar
  3. 12/23/2024 1:52:05 PM Gleðilega hátíð (1)
  4. 12/17/2024 6:01:56 PM Viðsjárverð þróun í leikskólamálum