Varða kannar stöðu launafólks

Um þessar mundir stendur Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins fyrir könnun um stöðu launafólks á Íslandi, en þetta er þriðja árið í röð sem slík könnun er gerð. Meginmarkmið könnunarinnar er að varpa ljósi á fjárhagslega stöðu og heilsu launafólks á Íslandi sem og réttindabrot á vinnumarkaði. 

Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og úrvinnslu á niðurstöðum.

  • Það tekur um 15 mínútur að svara könnuninni.
  • Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga. 
  • Könnunin verður opin í tvær vikur og hægt er að svara henni í síma, spjaldtölvu eða tölvu.
  • Könnunin opnar fimmtudaginn 9. febrúar og verður lokað miðvikudaginn 22. febrúar.
  • Könnunin er á þremur tungumálum, þ.e. á íslensku, ensku og pólsku.
  • Þrír þátttakendur vinna 40.000 kr. gjafakort fyrir þátttökuna.

SGS hvetur sem flesta félagsmenn til að taka þátt í könnuninni, enda er mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.

  1. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  2. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  3. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  4. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta