Vel heppnaður fræðsludagur félagsliða

Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða stóðu fyrir árlegum fræðslufundi fyrir félagsliða í gær á Fosshótel Reykjavík. Um 30 félagsliðar mættu til leiks að þessu sinni í þeim tilgangi að fræðast um hin ýmsu málefni og kynnast betur sín á milli.

Að vanda var dagskráin fjölbreytt. Meðal þess sem boðið var upp á var erindi frá formanni Kjalar um starfsmat og mikilvægi þess, formaður Félags íslenskra félagsliða ræddi hlutverk og starfsemi félagsins og framkvæmdastjóri SGS ræddi um kjarasamninga og stöðuna á vinnumarkaði. Þá fluttu framkvæmdastjórar VIRK og Ríkismenntar erindi um starfsemi sjóðanna.

Almenn ánægja ríkti meðal gesta um fundinn og ljóst að fræðsludagur félagsliða er löngu orðinn fastur liður í starfsemi Starfsgreinasambandsins og dæmi um náið og gott samstarf á milli stéttarfélaga á almenna markaðnum og hinum opinbera. 

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag