Verkalýðsfélag Akraness fagnar 100 ára afmæli

Í dag, 14. október, fagnar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) 100 ára afmæli sínu. Aldarafmælinu hefur verið fagnað á ýmsan hátt, opið hús var á skrifstofu félagsins sl. föstudag þar sem boðið var upp á léttar veitingar og sýndar myndir og munir tengdir sögu félagsins. Um kvöldið var félagsmönnum svo boðið á tónleika í Bíóhöllinni. Í tilefni dagsins var gefið út afmælisrit þar sem farið er yfir 100 ára sögu Verkalýðsfélags Akraness. Hægt er að nálgast ritið á skrifstofu félagsins og fljótlega verður það einnig aðgengilegt í rafrænni útgáfu.

Starfsgreinasamband Íslands óskar félagsmönnum, stjórn og starfsfólki innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Megi félagið halda áfram að vaxa og dafna um ókomin ár.

  1. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar
  2. 11/21/2024 2:32:56 PM Kjaramálafulltrúar komu saman á fræðsludegi
  3. 11/6/2024 2:29:58 PM Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóv…
  4. 10/18/2024 3:34:22 PM Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ