Verkfall boðað og aðgerðahópur SGS ræður ráðum sínum

Vinnustöðvun var samþykkt með 77,8 % atkvæðisbærra félagsmanna í Drífanda í Vestmannaeyjum og 75,4% atkvæðisbærra félagsmanna í AFLi á austurlandi.  Vinnustöðvunin hefst kl 19:30 þann 15. febrúar n.k. og er ótímabundin. Vinnustöðvunin er boðuð  til að knýja á um gerð kjarasamnings um störf félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem að henni standa í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði þeirra. Einnig samþykktu starfsmenn í fiksimölsveksmiðjunni á Akranesi  verkfall í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á sama tíma, en þar samþykktu 80%  atkvæðisbærra félagsmanna verkfallið. Aðgerðarhópur samninganefndar Starfsgreinasambandsins kemur sama til fundar í dag til að ræða mögulegar aðgerðir til að knýja á um gerð aðalkjarasamnings sambandins við Samtök atvinnulífsins. Kjaraviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins eru í strandi hjá ríkissáttasemjara, eftir útspil Samtaka atvinnulífsins að vilja ekki semja við launafólk nema ríkið gangi að kröfum þeirra í málefnum sjávarútvegsins eins og það er kallað.
  1. 7/1/2025 3:01:33 PM SGS óskar eftir framkvæmdastjóra
  2. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  3. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  4. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn