Viðræðuáætlun vegna endurnýjunar kjarasamninga undirrituð við SA

Viðræðuáætlun vegna endurnýjunar kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinaasambands Íslands milli aðila sem verða lausir 1. desember n.k. var undirrituð í dag. Viðræðuáætlunin er gerð með það að markmiði að aðilar nái að endurnýja kjarasamninga í tæka tíð þannig að nýr kjarasamningur geti tekið við af þeim sem nú er í gildi þegar hann rennur út. Viðræðuáætlunin tekur til aðildarfélga SGS sem veitt höfðu sambandinu umboð til að gerða viðræðuáætlun samkvæmt ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur, en slíka áætlun ber að gera tíu vikum áður en samningar renna út. Áætlunin tekur ekki til Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK, sem hafa sérsamning við Samtök atvinnulífsins og þá liggur ekki fyrir umboð Verkalýðsfélag Akraness og Framsýnar stéttarfélags til gerðar virðæuáætlunarinnar. Öll önnur aðildarfélög SGS á landsbyggðinni veittu sambandinu umboð sitt. Viðræðuáætlun við Samninganefnd ríkisins vegna kjarasamnings Starfsgreinasambandsins og ríkisins, en sá samningur rennur út á sama tíma og samningurinn við SA verður undirritaður á morgun. Öll Starfsgreinasambandsfélögin eru aðilar þeim samningi. Þá verður einnig á morgun gengið frá viðræðuáæltun við Launanefnd sveitarfélaga vegna samninga Starfsgreinasambandins við þau sveitarfélög sem samningurinn tekur til.
  1. 9/1/2021 12:15:24 PM Þingi SGS frestað
  2. 6/10/2021 2:06:09 PM Skil­orðs­bundin lífs­hætta
  3. 5/21/2021 12:10:15 PM Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunna…
  4. 5/19/2021 10:16:15 AM Formenn funda í Mývatnssveit