Kjarasamningur SGS og SA 1. nóv 2022 - 31. jan 2024

Starfsgreinasamband Íslands undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 3. desember síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 9. til 19. desember. Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hófst föstudaginn 9. desember kl. 12:00 og lauk mánudaginn 19. desember kl. 12:00.

Kjarasamningurinn er framlenging á Lífskjarasamningnum sem gilti frá 2019-2022. Að mati samningsaðila styður samningurinn við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn geti þannig byggt undir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi. Unnið verður markvisst að nýjum kjarasamningi á samningstímabilinu og grunnur lagður að því að þann 1. febrúar 2024 taki nýr langtímasamningur við af þessum samningi.

Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35.000 kr. frá 1. nóvember 2022 skv. nýrri launatöflu. Samningurinn felur í sér lagfæringu á launatöflunni sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 kr. á mánuði.

Mánaðarlaun (laun þeirra sem ekki eru á kauptöxtum) hækka um 33.000 kr. frá 1. nóvember 2022.

Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 5,0% frá 1. nóvember 2022, nema um annað hafi verið samið.

Bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 6.000 - 34.000 kr. hækkun á mánuði.

Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. miðað við fullt starf.

Orlofsuppbót miðað við fullt starf verður 56.000 kr. á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023.

Hagvaxtaraukinn sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023 verður flýtt og verður hann að fullu efndur með hækkun 1. nóvember. Það mun skila ávinningi sem nemur 78.000 kr. eða 5.200 kr. á mánuði á samningstímanum og er sú hækkun meðtalin í áðurnefndum taxta- og mánaðalaunahækkunum.

Launaflokkur Byrjun 1 ár 3 ár 5 ár
4 402.235 406.257 412.351 420.598
5 404.568 408.614 414.743 423.038
6 406.914 410.984 417.148 425.491
7 409.275 413.367 419.568 427.959
8 411.648 415.765 422.001 430.441
9 414.036 418.176 424.449 432.938
10 416.437 420.602 426.911 435.449
11 418.853 423.041 429.387 437.975
12 421.282 425.495 431.877 440.515
13 423.725 427.963 434.382 443.070
14 426.183 430.445 436.902 445.640
15 428.655 432.941 439.436 448.224
16 431.141 435.453 441.984 450.824
17 433.642 437.978 444.548 453.439
18 436.157 440.518 447.126 456.069
19 438.687 443.073 449.720 458.714
20 441.231 445.643 452.328 461.374
21 443.790 448.228 454.951 464.050
22 446.364 450.828 457.590 466.742
23 448.953 453.443 460.244 469.449
24 451.557 456.072 462.914 472.172

Eftirtalin17 félög eiga aðild að samningnum:

 • AFL Starfsgreinafélag
 • Aldan stéttarfélag
 • Báran stéttarfélag
 • Drífandi stéttarfélag
 • Eining-Iðja
 • Framsýn stéttarfélag
 • Stéttarfélagið Samstaða
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
 • Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
 • Verkalýðsfélag Akraness
 • Verkalýðsfélag Snæfellinga
 • Verkalýðsfélag Suðurlands
 • Verkalýðsfélag Vestfirðinga
 • Verkalýðsfélag Þórshafnar
 • Verkalýðsfélagið Hlíf
 • Stéttarfélag Vesturlands
Var efnið hjálplegt?