Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins

Gildir frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018

Efnisyfirlit

1. kafli

Um kaup

1.1 Laun

1.1.1

Launataxtar

Launatafla frá 1. maí 2015–31. desember 2015
Ifl. Byrjun 1 ár 3 ár 5 ár
2 229.517 229.517 229.517 229.517
3 229.517 229.517 229.517 229.517
4 229.517 229.517 229.517 229.517
5 229.517 229.517 229.517 229.517
6 229.517 229.517 229.517 229.517
7 229.517 229.517 229.517 229.517
8 229.517 229.517 229.517 229.517
9 229.517 229.517 229.517 229.517
Skoða Launatöflu
Starfsaldur miðast við starfsreynslu í starfsgrein en 5 ára þrepið við starf hjá sama atvinnurekanda.

Röðun starfa í launaflokka

Launaflokkur 1

Ræsting. Vaktmenn. Sauðfjárslátrun S1 (Almennir starfsmenn
í sláturhúsum). Störf verkafólks ótalin annars staðar.

Launaflokkur 2

Aðstoðarfólk í mötuneytum. Almennt iðnverkafólk. Starfsfólk
íalifuglaslátrun. Sauðfjárslátrun S2 (Vinna slátrara (skotmanna,
skurðarborðsmanna, fyrirristumanna, fláningsmanna, innanúrtökumanna) og vinna við gortæmingu á vömbum,
matráðskona, vinna í frystiklefum og við flutning á kjöti úr
eða í frystiklefa).

1.3 Lámarkstekjur fyrir fullt starf

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir á viku), skulu vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldrei er náð hafa starfað a.m.k sex mánuði hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir):

  1. 1. maí 2015 kr. 245.000 á mánuði
  2. 1. janúar 2016 kr. 260.000 á mánuði
  3. 1. maí 2017 kr. 280.000 á mánuði
  4. 1. maí 2018 kr. 300.000 á mánuði

1.4 Desemberuppbót og orlofsuppbót

1.4.1

Desemberuppbót

Námsskráin lýsir námi fyrir fiskvinnslufólk á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 13 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni námsmanna. Námið er sniðið að þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Fyrirkomulagi námsins er lýst í 18. kafla kjarasamnings SA og Starfsgreinasambandsins/Flóans frá 29. maí 2015. Námið er 128 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

1.14 Ráðningarsamningar og ráðningarbréf

1.14.1

Sé starfsmaður ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar og að meðaltali lengur en átta klst. á viku, skal eigi síðar en tveim mánuðum eftir að starf hefst gerður skriflegur ráðningarsamningur
eða ráðning staðfest skriflega. Láti starfsmaður af störfum áður en tveggja mánaða frestinum lýkur, án þess að skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður eða ráðning staðfest skriflega, skal slík staðfesting látin í té við starfslok.

1.14.2

Breytingar á ráðningarkjörum umfram það sem leiðir af lögum
eða kjarasamningum skal staðfesta með sama hætti eigi síðar
en mánuði eftir að þær koma til framkvæmda.

1.14.3

Ákvæði gr. 1.14.1. og 1.14.2. gilda ekki við ráðningu í tilfallandi störf, að því tilskildu að hlutlægar ástæður liggi því til grundvallar.

1.14.4

Upplýsingaskylda vinnuveitanda - Í ráðningarsamningi eða
skriflegri staðfestingu ráðningar, þ.e. ráðningarbréfi, skal a.m.k. eftirfarandi koma fram:

  1. Deili á aðilum, þ.m.t. kennitölur.
  2. Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer jafnaðarlega fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi vinnustöðum.
  3. Titill, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.
  • Deili á aðilum, þ.m.t. kennitölur.
  • Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer jafnaðarlega fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi vinnustöðum.
  • Titill, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.

Skýring

Veikindaréttur miðast við greidda veikindadaga á 12 mánaða launatímabili. Þegar starfsmaður verður óvinnufær er við upphaf veikinda litið til þess hversu margir dagar hafa verið greiddir á síðustu 12 launamánuðum og dragast þeir frá áunnum veikindarétti. Hafi starfsmaður verið launalaus á tímabili telst það tímabil ekki með við útreikning.