Kjarasamningur við sveitarfélögin 2024-2028

17 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 3. júlí. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram 5.-15. júlí.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn fer fram 5.-15. júlí. Smellið á hnappinn hér að neðan til að greiða atkvæði um samninginn. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta kosið. 

Einnig er hægt að greiða atkvæði í gegnum heimasíðu viðkomandi stéttarfélags.

Geti einhver, sem telur sig eiga atkvæðisrétt, ekki kosið getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem staðfesta afdregin félagsgjöld. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 09:00 mánudaginn 15. júlí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. 

 • Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
 • Með kjarasamningnum fylgja nýjar launatöflur sem gilda afturvirkt frá 1. apríl 2024.
 • Launahækkanir koma til áhrifa á fjórum dagsetningum með árs millibili á samningstímanum.
 • Hækkun grunnþreps í launatöflunni verður með eftirfarandi hætti á samningstímanum:
  1. apríl 2024: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,25%
  1. apríl 2025: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  1. apríl 2026: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  1.apríl 2027: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
 • Desemberuppbót á árinu 2024 verður 135.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full desemberuppbót 150.000 kr.
 • Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 57.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.
 • Sérstakar greiðslur lægstu launa hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
 • Viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskóla og heimaþjónustu hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
 • Frá 1. ágúst 2024 greiðast viðbótarlaun einnig á einstök starfsheiti í grunnskóla.
 • Framlag í félagsmannasjóð hækkar úr 1,5% í 2,2% frá 1. apríl 2024.
 • Breytingar á undirbúningstímum starfsfólks á leikskólum.